FW: Erindi til bæjarráðs.
Málsnúmer1603040
MálsaðiliJón Pálmi Pálsson
Tengiliður
Sent tilGuðný J. Ólafsdóttir
SendandiAkranes Email
CC
Sent07.03.2016
Viðhengi

 

 

From: Jón Pálmi Pálsson [mailto:jpalmi54@gmail.com]
Sent: 5. mars 2016 13:22
To: Akranes Email
Subject: Erindi til bæjarráðs.

 

 

Komið þið sæl.

 

Ég birti neðangreinda umfjöllun mína um dekkjakurl í sparkvöllum á Akranesi á FB síðunni "Ég er íbúi á Akranesi".  Ég hef fengið nokkuð mikil viðbrögð við færslunni, bæði á síðunni svo og frá fólki sem ég hef hitt á förnun vegi og hafa allir sömu skoðunina að ekki sé verjandi að hafa þetta dekkjakurl í sparkvöllunum okkar þar sem börnin okkar leika sér.

 

"Sparkvellir við grunnskólana á Akranesi.
Ég velti vöngum yfir umræðu um hættulegt dekkjakurl á sparkvöllum sem eru við grunnskólana á Akranesi og víðar. 
Sparkvellir sem KSÍ hafði forgöngu um að settir væru upp í hverju sveitarfélagi fyrir nokkrum árum. Nú virðist það vera svo að kurlið sem í þessum sprarkvöllum er, er krabbameinsvaldandi og veldur einnig öndunarsjúkdómum m.a. að áliti Læknafélags Íslands og margra fleiri og er fullyrt að kurlið innihaldi hættuleg efni. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar skipt um þetta efni, m.a. Borgarbyggð og Grindavík.
Sífellt fleiri aðilar koma fram sem telja þetta dekkjakurl hættulegt heilsu þeirra sem komast í snertingu við efnið.
Ekki er á döfinni að bregðast við þessari vá, hér á Akranesi ef marka má upplýsingar frá sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs bæjarins. Einungis er áætlað heilar 162 þúsund krónur til viðhalds beggja sparkvallanna á árinu 2016 þannig að greinilega verður ekkert gert í þessum efnum á Akranesi þetta árið, nema viðhorfsbreyting komi til.
Ég hvet bæjaryfirvöld til að endurskoða forgangsröðun sína í fjárhagsáætlun og látið börnin njóta vafans hvað þessi mál varðar og skipta út þessu efni og setja í þess stað efni sem uppfylla allar heilbrigðiskröfur."

 

Hægt er að sjá færsluna á þessari vefslóð ásamt umræðu sem um hana hefur verið: https://www.facebook.com/groups/299973853451548/

 

Það er von mín að bæjaryfirvöld taki þetta til umræðu og framkvæmda.

 


 

--

kveðjur,

Jón Pálmi Pálsson,

Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi.

hs. 431-1307,

gsm, 898-1407.